Um Okkur

B.Sturluson ehf. var stofnað árið 2008 og var upphaflegt markmið félagsins að vera sérhæft fyrirtæki í sölu á atvinnutækjum. Árið 2011 bættist flutningastarfsemi við rekstur félagsins sem og innflutningur á hjólbörðum.

 

B.Sturluson er alhliða fyrirtæki í vöruflutningum og er í samstarfi við Eimskip-Flytjanda og Landflutninga-Samskip. Með því samstarfi hefur fyrirtækið góðan aðgang að dreifikerfi þeirra allt í kringum landið.
B.Sturluson rekur í Stykkishólmi vöruafgreiðslu á Nesvegi 13 og er með daglegar áætlunarferðir á milli Stykkishólms og Reykjavíkur.
B.Sturluson býður upp á allar gerðir flutninga. Hvort sem það er flutningur á vörum, fersku sjávarfangi, gámum, búslóðum, vinnuvélum, byggingarefnum og fleiru.

 

Fyrirtækið seldi mikið af tækjum til útflutnings frá 2008 til 2011 og var eitt af leiðandi fyrirtækjum í því hér á landi eftir bankahrunið 2008. Einnig var selt mikið af tækjum á milli landa erlendis á þessum tíma.
Mikið magn af tækjum var flutt inn á þessu tímabili, allar tegundir tækja, bæði ný og notuð. Við þessi viðskipti varð til stórt net af viðskiptavinum bæði hérlendis og erlendis. Fyrirtækið er umboðsaðili á Íslandi fyrir VAK, sem er finnskt fyrirtæki í framleiðslu á vögnum og búnaði til flutninga.

 

Einnig selur fyrirtækið hjólbarða undir vörubíla, vagna, rútur, vinnuvélar og landbúnaðartæki. Um er að ræða bæði nýja hjólbarða sem og sólaða hjólbarða frá hinu þekkta vörumerki BOSS. Það vörumerki er eitt það stærsta í Skandinavíu í sóluðum hjólbörðum fyrir atvinnutæki en BOSS er framleitt af Colmec AB í Norrköping í Svíþjóð. B.Sturluson er umboðsaðili á Íslandi fyrir Colmec AB en fyrirtækið er með mikla starfssemi um alla Skandinavíu sem og í Póllandi.

 

Í desember 2015 tók fyrirtækið við flutningum í Stykkishólm af Ragnari og Ásgeiri ehf í Grundarfirði sem höfðu rekið vöruafgreiðslu og flutninga í Stykkishólm í rúm 15 ár. Sú viðbót markaði þau vatnaskil að B.Sturluson varð með sína megin starfstöð í Stykkishólmi og aðalstarfsemi fyrirtækisins urðu flutningar.

 

Eigendur fyrirtækisins eru Böðvar Sturluson og Guðrún Tinna Ólafsdóttir.